Fyrirtækið

 

Landsblikk var stofnað árið 2019 af Sigurði Hansen, Sigurður Hansen er með áratuga reynslu í greininni. Frá upphafi hefur stærsti þátturinn í starfsemi Landsblikks verið smíði og uppsetning á loftræstikerfum. Landsblikk tekur að sér alla almenna blikksmíðavinnu og stór þáttur í starfsemi fyrirtækisins er smíði ýmiskonar flasninga fyrir húsbyggjendur og verktaka.

Starfsmenn fyrirtækisins hafa margra ára reynslu af blikksmíði og loftræstikerfum og hafa fullkomnar vélar og tæki til að vinna stór sem smá verkefni. Landsblikk hefur unnið mörg slík verkefni undanfarið allt frá sérbýlum til stærri mannvirkja.

Image